Á hinsegin nótum


Hlýðum á hýra tóna!

Fjölbreyttir og spennandi tónleikar þar sem hljóma verk eftir nokkur helstu hinsegin tónskáld sögunnar, m.a. Pjotr Tsjajkovskíj, Francis Poulenc, Benjamin Britten, Leonard Bernstein og Steven Sondheim. Einnig verða flutt verk eftir franska barokkhöfundinn Jean-Baptiste Lully og bandaríska framúrstefnutónskáldið Henry Cowell.

Flytjendur eru í fremstu röð meðal íslenskra tónlistarmanna: Ari Þór Vilhjálmsson fiðluleikari, Eyjólfur Eyjólfsson tenór, Hallveig Rúnarsdóttir sópran, Júlía Mogensen selló og Árni Heimir Ingólfsson píanóleikari sem jafnframt kynnir efnisskrána á sinn lipra og skemmtilega hátt.

Staðsetning: