Allskonar ást!


Sigga Eyrún og Kalli Olgeirs hafa sett saman dagskrá með uppáhalds ástarlögunum sínum. Lögin koma úr öllum áttum og fjalla um ástina í ýmsum myndum. Með þeim verður Þorgrímur Jónsson á kontrabassa og sérstakur gestur er hin yndislega söng- og leikkona Þórunn Arna Kristjánsdóttir, sem fólk man kannski síðast eftir sem Sofie úr Mamma Mia.