Australiana


Uppistand, kabarett og danspartí!

Jonathan Duffy flutti frá Ástralíu til Íslands árið 2015 og síðan þá hefur hann stanslaust verið spurður sömu spurningarinnar: „Hvers vegna í fjandanum fluttir þú til Íslands?“ Á sýningunni Australiana deilir Jono því með okkur hvernig var að alast upp sem samkynhneigður strákur hinum megin á hnettinum, því sem hann saknar og af hverju hann kvaddi Ástralíu. Australiana samanstendur af uppistandi, kabarett og danspartíi! Þar hljómar vel valin tónlist eftir ástralska listamenn sem hefur verið endurhljóðblönduð af engum öðrum en dansdúettinum Dusk.

Staðsetning: