Bleikar línur – formleg opnun


Bleikar línur – Leyndardómar kvenlíkamans

Sigrún Björk Einarsdóttir sýnir hér tíu svarthvítar ljósmyndir í seríu sem eiga það sameigilegt að það vekja forvitni um dulúð og leyndardóm kvenlíkamans í fallegri nærmynd. Myndirnar sýna erótíska fegurð hinna leyndu lína kvenlegrar fegurðar með ljósi og skuggum.

Sigrún Björk Einarsdóttir útskrifaðist frá ljósmyndadeild Tækniskólans í Reykjavík árið 2009 og lauk sveinsprófi í ljósmyndun árið 2010. Auk þess stundaði hún nám í margmiðlunarfræðum í Viborg í Danmörku og við margmiðlunarskólann í Reykjavík, þaðan sem hún útskrifaðist sem margmiðlunarfræðingur árið 2007. Hún hefur rekið ljósmyndastofuna Stúdíó Mynd s.l. fimm ár. Sigrún Björk hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum með ýmsum ljósmyndurum í gegnum árin en þetta er hennar fyrsta einkasýning og eru allir velkomnir. Sýningin stendur til 13. ágúst.

Frítt

Staðsetning: