Bubblubröns


Hýr árbítur og bubblur!

Þátttakendur í hátíðahöldum Hinsegin daga þurfa á góðri næringu að halda eftir vikulanga gleðivímu. Því standa Hinsegin dagar í samstarfi við Bryggjuna brugghús fyrir sérstökum bubblubröns á lokadegi hátíðarinnar í glæsilegum veitingasal Bryggjunnar við gömlu höfnina í Reykjavík. Boðið verður upp á hýran árbít að hætti Bryggjunnar í bland við frískandi og freyðandi mímósu. Fyrir þá sem vilja bröns án áfengis verður að sjálfsögðu boðið upp á fauxmosa! Miðasala í Kaupfélagi Hinsegin daga og á hinsegindagar.is.

Staðsetning: