Bubblubröns


Þátttakendur í hátíðahöldum Hinsegin daga þurfa á góðri næringu að halda til að hita sig upp fyrir gleðigönguna. Því standa Hinsegin dagar í samstarfi við Iðnó og Pink Iceland fyrir sérstökum bubblubröns. Boðið verður upp á hýran árbít að hætti Iðnó í bland við frískandi og freyðandi mímósu. Fyrir þá sem vilja bröns án áfengis verður að sjálfsögðu boðið upp á fauxmosa! Hægt er að mæta á svæðið en við hvetjum þig til að tryggja þér borð fyrirfram í Kaupfélagi Hinsegin daga eða á hinsegindagar.is.