Diamond Minx’s Reykjavík Revue


Kanadíska burlesquedívan Diamond Minx heldur utan um stórkostlegt fjöllistakvöld á Rósenberg þar sem blandast saman alþjóðlegir og íslenskir skemmtikraftar.

Revíusýningin spannar alls kyns skemmtun, Diamond mun sýna þokkafull atriði, semelíusteinum hlaðin og hinn óviðjafnanlegi sönggrínisti Bibi Bioux hrífur gesti. Íslenska dragdrottningin Gógó Starr kemur fersk á sviðið úr nýlegum Ameríkutúr og burlesquedrottning Íslands, Margrét Erla Maack, mun rífa í hláturtaugar fólks. Einn besti yoyo-ari Kanada, Mr. Yoyothrower, leikur listir sínar, en hann er staddur á landinu til að keppa í heimsmeistaramótoni í yoyolistinni, auk yoyodúettsins og núverandi heimsmeistaranna inmot!on. Lalli töframaður gerir fullorðinstöfrabrögð, Nadia hnykkir mjöðmum, Ginger Biscuit sveiflar fjöðrum og Maria Callista heillar gesti.

20 ára aldurstakmark