Drag-Súgur Extravaganza


Stundið ávallt öruggt kynlíf, en já … Drag-Súgur er nú í annað skipti á Hinsegin dögum í Reykjavík! Drag-Súgur: Extravaganza er stærsta sýning Drag-Súgs og í fyrra var uppselt langt út að tjörn. Drag-Súgur hefur glatt sístækkandi hópi aðdáenda síðastliðin tvö ár með kynngimögnuðum dragsýningum sem hafa breytt íslensku dragmenningunni að EILÍFU! Drottningarnar hafa fengið ársbirgðir af glimmeri og kóngarnir eru allir í fjarþjálfun hjá helstu heilsuræktarfrömuðum heims. Glamúr, uppistand, ævintýri og kynþokki í áður óþekktu magni flæðir um allt. Svo upp með pallíetturnar og hælana, greiddu skeggið og troddu í buxurnar og komdu í Iðnó á skemmtilegustu sýningu ársins.