Dragsúgur Extravaganza


Glamúr, uppistand, ævintýri og kynþokki!

Dragsúgur í fyrsta skipti á Hinsegin dögum í Reykavík! Síðasta árið hefur Dragsúgur skemmt sístækkandi hópi aðdáenda með kynngimögnuðum dragsýningum sem hafa breytt íslensku senunni að EILÍFU! Drottningarnar hafa fengið ársbirgðir af glimmeri og kóngarnir eru allir í fjarþjálfun hjá helstu heilsuræktarfrömuðum heims. Glamúr, uppistand, ævintýri og kynþokki í ómældu magni flæðir um allt.

Dragsúgur Extravaganza hefur nóg handa öllum. Svo upp með pallíetturnar og hælana og byrjaðu Hinsegin daga með stæl. En mundu … að setja öryggið á oddinn!

Staðsetning: