Eurovision, camp og hommar


Dívur, drama, pólitík og mannréttindabrot – er Eurovision camp? Hvað þýðir camp? Af hverju varð Eurovision að „hommahátíð“? Staða hinsegin fólks í mörgum þátttökulöndum er slæm, hvaða áhrif hefur það?

Til að ræða þessi mál taka Bjarni Snæbjörnsson leikari, Felix Bergsson, liðsstjóri íslenska Eurovision keppenda, Flosi Jón Ófeigsson, alþjóðafulltrúi FÁSES, og Gréta Kristín Ómarsdóttir leikstjóri þátt í pallborði en Anna Gyða Sigurgísladóttir útvarpskona mun stýra umræðum.

Viðburður fer fram á íslensku.

Frítt