Femme In Public


Trans Ísland kynnir með stolti listafólkið og aktívistana Alok Vaid-Menon og Travis Alabanza, en þau ætla að flytja verk um kvenleika, sjáanleika trans fólks og fleira. Hvaða kvenlega hluta sjálfs þíns þurftir þú að eyðileggja til þess að komast af í heiminum? Hvar er línan þar sem kvenleiki verður samheiti yfir afsökunarbeiðni? Hver meiddi fólkið sem meiddi þig? Alok og Travis ætla að reyna að komast að niðurstöðu við þessum spurningum og fleirum. Verkið inniheldur ljóð, grín, drag og fleira og áhorfendur mega búast við tilfinningalegri rússíbanaferð allt frá því persónulega í það pólitíska.

Viðburðurinn er með valkvæðan aðgangseyri, sem þýðir að þú ákveður hversu mikið (ef eitthvað) þú vilt og ræður við að borga! Við mælum með 1000 kr. en allur ágóði af viðburðinum fer til listafólksins og til Trans Íslands.