Fjarlægar raddir


Sögur frá erlendu hinsegin fólki

Raddir hinsegin innflytjenda hafa verið þöglar í langan tíma. Þótt þær hafi ekki heyrst er þessi hópur þó stór hluti af okkar samfélagi. Hvaða fólk er þetta og hvernig hljóma sögur þeirra? Hver er upplifun hinsegin fólks og hinsegin hælisleitenda af því að setjast að á þessari litlu eyju í leit að framtíð? Gestir munu öðlast innsýn í mismunandi veruleika og reynslu ólíkra hópa af íslensku samfélagi í gegnum gagnvirkar frásagnir hinsegin innflytjendasamfélagsins. Viðburður fer fram á ensku.

Frítt