George Michael Tribute


Í samstarfi við Rigg viðburði

George Michael lést á jóladag 25. desember 2016 aðeins 53 ára að aldri. Hann skaust upp á stjörnuhimininn snemma á níunda áratugnum í dúettnum WHAM. Síðar hóf hann sinn glæsilega sólóferil með metsöluplötunni FAITH sem innihélt marga af hans stærstu smellum. Hinsegin dagar og Rigg viðburðir ákváðu að efna til þessarar kvöldstundar og heiðra minningu George Michael í upphafi Hinsegin daga 2017 þriðjudagskvöldið 8. ágúst kl. 21:30.

Húsið opnar kl. 20:30 og opnað inn í sal kl. 21:00. Tónleikar hefjast kl. 21:30.

 

Athugið: Breytt staðsetning – Gamla bíó, Ingólfsstræti 21a.

Allir listamennirnir sem koma fram eru miklir aðdáendur tónlistarmannsins.

Fram koma:

Söngur: Friðrik Ómar
Trommur: Benedikt Brynleifsson
Bassi: Róbert Þórhallsson
Gítar: Kristján Grétarsson
Hljómborð og raddir: Ingvar Alfreðsson
Saxofónn og slagverk: Sigurður Flosason
Raddir: Regína Ósk, Margrét Eir og Erna Hrönn.

Staðsetning: