Götulokanir

Götulokanir í miðborginni laugardaginn 6. ágúst 2016

Gleðiganga Hinsegin daga og hátíðahöld henni tengd fara fram laugardaginn 6. ágúst nk. Gangan leggur af stað frá Vatnsmýrarvegi (nálægt BSÍ) kl. 14 og að henni lokinni hefst hátíðardagskrá við Arnarhól sem stendur til kl. 17:30. Í tengslum við hátíðina er búist við miklum fólksfjölda í miðborginni og óhjákvæmilega verða þar raskanir á bílaumferð. Athygli er vakin á því að flestar götur verða lokaðar í kringum gönguleiðina og hátíðarsvæðið frá kl. 12 á hádegi og þar til hátíðardagskrá við Arnarhól lýkur.

Forsvarsfólk Hinsegin daga biður hagsmunaaðila í miðborginni velvirðingar á þeim truflunum sem hátíðin kann að valda. Íbúar Reykjavíkur og gestir eru beðnir að sýna samstarfsvilja og umburðarlyndi og hvattir til að nýta sér eftirfarandi leiðir til að komast til og frá miðborginni:

  • Strætó gengur allan daginn. Athugið breytta áætlun á meðan götulokunum stendur – sjá straeto.is
  • Í miðborginni eru bílastæðahús sem oft hafa verið illa nýtt á meðan hátíðahöldunum stendur (sjá kort hér að
  • neðan) og engin ástæða er til að leggja bílum ólöglega.
  • Leigubílar hafa aðstöðu til að taka upp farþega í Ingólfsstræti (á bak við Arnarhól) á meðan götulokunum stendur.

Hér fyrir neðan má sjá kort yfir götulokanir sem gilda vegna gleðigöngu Hinsegin daga árið 2016. Ef frekari spurningar vegna gleðigöngu og gatnalokana vakna vinsamlega hafið samband við göngustjóra í síma 868 1860.

Göngu- og öryggisstjórn Hinsegin daga sendir þátttakendum og gestum hýrar kveðjur – gleðilega hátíð!

 

göturlokanir2016