Umsóknir / Skráning

Vertu með í litríkasta viðburði ársins

Skráning og þátttaka

Þátttakendur sem ætla að vera með atriði í gleðigöngunni skulu sækja um það með því að fylla út umsókn og senda til Hinsegin dag. Opnað verður fyrir umsóknir í sumar og lýkur umsóknarfresti í lok júlí.

Nauðsynlegt er að skrá atriði með því að fylla út rafræna umsókn. Athugið að ekki er hægt að veita fólki með atriði aðgang að göngunni nema það hafi verið tilkynnt skilmerkilega til göngustjóra. Öllum er velkomið að taka þátt í göngunni en Hinsegin dagar leggja áherslu á að það fólk sem vill taka þátt í göngunni fylgi henni frá upphafi. Aðrir eru vinsamlega beðnir um að bíða með að slást í hópinn þar til síðasti vagninn hefur farið framhjá. Nánari upplýsingar veita göngustjórarnir Setta, Steina, Anna og Lilja og Eva öryggisstjóri.

Munið að kynna ykkur öryggisreglur göngunnar vel. Það er algjörlega óheimilt að auglýsa fyrirtæki eða þjónustu í göngunni án leyfis frá stjórn Hinsegin daga. Athugið að allar ósamþykktar auglýsingar á bílum og fatnaði þarf að hylja áður en gangan fer af stað. Brot á þessum reglum getur leitt til brottvísunar úr gleðigöngu Hinsegin daga.

Hönnun atriða

Hinsegin dagar leggja áherslu á að hvert atriði sem tekur þátt í göngunni miðli skilaboðum sem varða veruleika hinsegin fólks á einn eða annan hátt og vandi til verka við skreytingar vagna og búninga. Skilaboðin geta verið með óteljandi móti og þar skiptir hugkvæmni þátttakenda miklu máli. Bestu atriðin kosta oftar en ekki litla peninga. Við bendum á að þátttakendur geta sótt um styrk úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga.

Mikilvægt er að kynna sér öryggisreglur göngunnar hér.

 

Sækja um þátttöku

Lokað er fyrir umsóknir – opnum næst í júlí 2018.