Hinsegin bókmenntaganga


Starfsfólk Borgarbókasafnsins hefur fundið til ýmislegt úr hinum hýra bókakosti safnsins og býður nú til göngu um slóðir hinsegin bókmennta í miðborginni.

Farið verður á milli áhrifastaða sögu og sagna og lesið úr textum gagnkynhneigðra jafnt sem hinsegin rithöfunda, sem veita innsýn í samfélag, líf og yrkisefni þeirra. Meðal höfunda sem eiga efni á leslistanum má nefna Kristínu Ómarsdóttur, Sjón, Elías Knörr og Evu Rún Snorradóttur.

Lagt verður af stað úr Grófinni kl. 19 og gangan tekur um klukkustund.

Viðburður fer fram á íslensku.

Frítt

Staðsetning: