Hinsegin danspartý


Fyrir nokkrum árum tóku sig saman skemmtanalöggan Óli Hjörtur og Natalie Gunnasdóttir (Dj Yamaho) og bjuggu til kvöld undir nafninu Club Soda. Þau ganga út á það að fá samkynhneigða plötusnúða og listamenn á gaypride deginum sjálfum til að koma saman og búa til gott partý. Eftir nokkra ára pásu snýr Óli Hjörtur tilbaka með partý í samstarfi með skemmtistaðnum Húrra. Tilgangur kvöldsins er að efla danssenu samkynhneigðra og öllum er boðið.

Dagskráin í ár er ekki af verri endanum. Við byrjum á slaginu miðnætti undir fögrum danstónum frá dj dúó-inu Sexítæm sem samanstendur af Lolla Hjö skemmtanalöggu og mannréttindarplötusnúðinum Lovísu. Þess má geta að hún er líka í dj- duo-inu Kanilsnældum. Við klárum nóttina með Nicolas Fischer sem er „resident“ á skemmtistaðnum „Dalston Superstore“ (Londin ) sem búin er að gera allt vitlaust á hýru danssenunni þar í borg.

Við hlökkum til að sjá ykkur á Húrra á Pride deginum sjálfum 12. ágúst, hýr á brá. Frír aðgangur.

Frítt