Hinsegin Jazz – stórtónleikar


Lokatónleikar Jazzhátíðar eru sannkallaðir stórtónleikar! Þar beina fjórir söngvarar og rytmasveit kastljósinu að vel völdum hinsegin höfundum jazzins. Kristjana Stefánsdóttir, Þór Breiðfjörð, Stína Ágústsdóttir og Högni Egilsson munu ljá perlum Cole Porters, Billy Strayhorns, Bessie Smith og fleiri raust sína og bera fram af einskærri snilld.

Hrynsveitin er ekki af verri endanum en það eru þeir Hjörtur Ingvi Jóhannsson sem sér um hljómsveitarstjórn og píanóleik, Andri Ólafsson á kontrabassa og Magnús Trygvason Eliassen á trommur.

Nælið ykku í miða á þessa “fabulous” skemmtun á Tix.is