Hinsegin konur í tónlist


Hinsegin tónlistarkonur segja frá

Á þessum viðburði munu nokkrar hinsegin konur koma saman og ræða tónlistarbransann út frá mörgum hliðum. Skiptir máli að vera hinsegin? En að vera kona í bransanum? Er ekkert mál að koma út? Spurningum verður svarað af Alison MacNeil (Kimono), Hildi Þóru (Stelpur rokka), Ísabellu Leifsdóttur (óperusöngkonu), Kiddu rokk (Rokkslæðunni), Lovísu Elísabetu Sigrúnardóttur (Lay Low), Natalie Gunnarsdóttur (DJ Yamaho) og Sigríði Eir Zophaníasardóttur (Hljómsveitinni Evu). Útvarpskonan Halla Þórlaug Óskarsdóttir stýrir umræðum. Viðburður fer fram á ensku.

Frítt