Hinsegin prjónaklúbbur


Fyrir þau sem vilja slaka á eftir hátíðahöldin í vikunni ætlum við að hittast á Loft Hostel til að prjóna, hekla eða gera hvaða handavinnu sem fólki dettur í hug. Eitthvað verður til af garni og nálum fyrir þá sem vilja prófa en eiga ekkert sjálfir, en þar gildir fyrstir koma, fyrstir fá. Við erum að sjálfsögðu boðin og búin til að aðstoða fólk með verkefnin sín eða kenna byrjendum.

Komdu með vini eða fjölskyldumeðlimi, börn eru velkomin.

 

Hinsegin prjónaklúbbur hittist 1. og 3. sunnudag hvers mánaðar kl. 16 í húsnæði Samtakanna ’78 að Suðurgötu 3.

Frítt

Staðsetning: