HIV, hinsegin fólk og samfélagsmiðlar


Fjöldi HIV nýsmita á Íslandi bendir til þess að þörf sé á viðameiri aðgerðum og umræðum um HIV og alnæmi.

Á þessum viðburði verður staða hinsegin samfélagsins, þá sérstaklega karla sem stunda kynlíf með körlum, rædd í tengslum við HIV. Sjónum verður sérstaklega beint að orðræðunni um HIV sem ríkir á samfélagsmiðlum.

Fulltrúar frá HIV Íslandi, m.a. Einar Þór Jónsson framkvæmdastjóri félagsins, ásamt Todd Kulczyk, ráðgjafa Samtakanna ‘78, munu flytja erindi og sitja fyrir svörum en Hilmar Hildar Magnúsarson stýrir umræðum. Viðburður fer fram á íslensku.

Frítt