Hýrir húslestrar


Bókmenntaviðburður Hinsegin daga sló enn og aftur í gegn á síðasta ári og hefur fest sig rækilega í sessi sem einn skemmtilegasti viðburður ársins.

Aðdáendur glæpasagna geta glaðst því Hanna María Karlsdóttir mun lesa upp úr óútkominni bók Lilju Sigurðardóttur, Búrinu, sem mun koma út um næstu jól í fjarveru Lilju sem verður að spóka sig í sólinni á meðan viðburðinum stendur. Þá mun skáldið Kristín Ómarsdóttir lesa upp úr verkum sínum, en hún hefur gefið út ljóð, smásögur, skáldsögur og leikrit. Þá munu önnur vel valin hinsegin skáld stíga á stokk eins og Elías Knörr sem mun lesa ljóð sín. Ýmislegt mun koma á óvart í ár en töluvert miklar líkur eru á spennandi leynigesti sem mun ekki svíkja áhorfendur.

Viðburður fer fram á íslensku

Frítt