Improv Ísland


Hinsegin spuni í fyrsta og síðasta sinn!

Improv Ísland sýnir spunasýningar út frá tillögum frá áhorfendum. Ekkert er ákveðið fyrir fram og sýningar eru aldrei endurteknar. Hópurinn hefur vakið mikla athygli fyrir sprenghlægilegt grín og færri hafa komist að en vilja á vikulegar sýningar þeirra í Þjóðleikhúskjallaranum. 
Á síðastliðnu ári hafa þau einnig ferðast með sýningar sínar út um allt land og til Bandaríkjanna.

Á Hinsegin dögum mun Improv Ísland setja upp sérstaka sýningu í tilefni hátíðarinnar.

Hópurinn sýnir ólík spunaform, meðal annars söngleik spunninn á staðnum, og fær til sín óvænta gesti. Nánari upplýsingar um Improv Ísland er að finna á www.improviceland.com.

Staðsetning: