Kynsegin líf og kynsegin barátta


Hvað er kynsegin? Hver er staða kynsegin fólks á Íslandi og hver eru þeirra helstu baráttumál? Alda Villiljós, formaður Trans Íslands og stofnandi Kynsegin Íslands, mun fræða okkur um hugtakið kynsegin og skoða veruleika kynsegin fólks í íslensku samhengi. Kynsegin aktívistarnir Ugla Stefanía Kristjönu- Jónsdóttir og Fox Fisher munu segja frá reynslu sinni af kynsegin baráttunni í Bretlandi en þar hafa þau meðal annars haldið sýndarbrúðkaup og rökrætt við Piers Morgan í Good Morning Britain. Viðburður fer fram á ensku.

Frítt