Kynvillt Klambratún


Fjórða árið í röð mun gleðin taka völd á Klambratúni þegar Íþróttafélagið Styrmir býður upp á leiki, keppni og grill. Um er að ræða útiskemmtun með pokahlaupi, reipitogi, blaki og boltum þar sem hinsegin fólk og aðrir furðufuglar munu etja kappi. Íþróttafélagið Styrmir er hinsegin íþróttafélag þar sem allir eru velkomnir, alltaf, og allar íþróttir líka. Ekki er nóg með að Styrmir sé hinsegin félag opið öllum heldur býður félagið einnig upp á pylsur og með’í! Sjáumst á Klambratúni.

Frítt