Litir regnbogans er lag Hinsegin daga 2017

Litir regnbogans er lag Hinsegin daga 2017. Lagið er flutt af Daníel Arnarssyni, samið af Örlygi Smára, Michael James Down og Primoz Poglajen en textann samdi Hólmar Hólm. Þú getur sótt lagið (vistað) hér eða hlustað í spilarnum hér fyrir neðan.

Colors of the Rainbow is the song of Reykjavík Pride 2017, performed by Daníel Arnarsson and written by Örlygur Smári, Michael James Down og Primoz Poglajen. The lyrics are by Hólmar Hólm. You can download the song here or use the player below to listen.

Litir regnbogans er óður til ástarinnar og regnbogans – Afródítu, Erosar og Írisar, í allri sinni dýrð. Frá örófi alda hafa menn, höfundar sem heimspekingar, reynt að skýra tilurð heimsins, og eiga sögurnar af grísku guðunum rætur sínar að rekja þúsundir ára aftur í tímann. Sögurnar eru því oft til í margvíslegum útgáfum. Kveikjuna að laginu má rekja til höfunda, eins og Hesíódosar, sem nefna Eros sem frumafl í heiminum en hann er best þekktur sem guð ástarinnar, undir rómverska nafninu Amor.

Þá voru hinar goðsagnakenndu verur oft frábrugðnar því sem eðlilegt taldist. Það sem skar sig úr eða var öðruvísi – hinsegin – tilheyrði því öðrum heimi og var í eðli sínu guðlegt eða yfirnáttúrulegt. Í því ljósi tekur regnboginn á sig enn eina mynd en hann var tákn sendigyðjunnar Írisar sem sá um að tengja hina ólíku heima guða og manna. Nú er regnboginn auðvitað tákn fjölbreytileikans og undir honum sameinast fjöldi hinsegin fólks, í fullkominni harmóníu. Heimurinn væri vissulega ekkert án ástarinnar og þar sem ólíkir heimar mætast gefur fjölbreytileikinn lífinu lit.

Litir regnbogans

Í upphafi var ást
eina sem að sást,
Kaos og Eros,
harmónía,
hvar sem það er tóm,
finnum við samhljóm,
lifum og elskum,
já, allt til enda

Þetta’ er okkar paradís-dís-dís-dís,
guðir, gyðjur, konur, menn,
kynjaverur,
syngjum saman þar til sólin rís-rís-rís-rís,
göngum töfrunum á vald, þar til–

Við verðum öll sem eitt,
dönsum og hlæjum dátt,
myrkrið lýsum við upp hátt og lágt,
sko, skín nú vítt og breitt,
dýrðin á himni hátt,
saman dansi litir regnbogans í sátt

Ástargyðjan fríð
hrærir hjörtu blíð,
blæs okkur í brjóst
hinni ljúfu löngun
en regnbogans frú,
litrík hennar brú,
tengir guði’ og menn,
nú fagnar Íris

Þetta’ er okkar paradís-dís-dís-dís,
guðir, gyðjur, konur, menn, og núna–

Við verðum öll sem eitt,
dönsum og hlæjum dátt,
myrkrið lýsum við upp hátt og lágt,
sko, skín nú vítt og breitt,
dýrðin á himni hátt,
saman dansi litir regnbogans í sátt,
saman dansi litir regnbogans í sátt,
saman dansi litir regnbogans í sátt

Saman dansi litir regnbogans í sátt,
ég óska, ég óska, ég óska, ég óska þess,
að hjörtun öll, hjörtun öll, hjörtun öll slái í takt,
ég óska, ég óska, ég óska, ég óska þess,
bara í, bara í, bara í, bara í nótt

Skín nú vítt og breitt,
verðum öll sem eitt,
saman dansi litir regnbogans í sátt,
skín nú vítt og breitt,
saman dansi litir regnbogans í sátt

Colors of the Rainbow

Colors of the Rainbow is an ode to love and the rainbow – Aphrodite, Eros and Iris. From the dawn of time mankind has told stories about the creation of the world. The stories of the Greek gods trace their origins back thousands of years and often exist in many different forms. The inspiration comes from authors, like Hesiod, who describe Eros as a primordial god, but he is best known as the god of love, by the Roman name Amor.

In addition, ancient deities and mythological creatures were often unusual. Anything that was out of the ordinary – queer – thus belonged to another world, being godlike or supernatural. In this light, the rainbow takes on yet another meaning, being the symbol of the goddess Iris, messenger of the gods, who connected the distant worlds of gods and men. Now the rainbow of course represents diversity, the entire spectrum of being queer. The world certainly would be nothing without love and all the colors of the rainbow, which crosses all boundaries.

Lyrics

Of love now I sing,
the very first thing,
Chaos and Eros,
in harmony,
even in the dark,
we will find the spark,
let us live and love,
till the end of time

This is our paradise-dise-dise-dise,
come together gods and men,
feel the wonder,
sing your song until the sun will rise-rise-rise-rise,
this is our time to shine, and now–

We, we will never hide,
dance all through the night,
glow and glitter in the morning light,
see, shining far and wide,
showing their true might,
all the colors of the rainbow beaming bright

Aphrodite’s will
our hearts shall fill,
letting us all feel
love and sweet desire,
up there in the sky,
Iris heaven-high
crosses all divides,
pure light and wonder

This is our paradise-dise-dise-dise,
come together gods and men, and right now–

We, we will never hide,
dance all through the night,
glow and glitter in the morning light,
see, shining far and wide,
showing their true might,
all the colors of the rainbow beaming bright,
all the colors of the rainbow beaming bright,
all the colors of the rainbow beaming bright

All the colors of the rainbow beaming bright,
this is my, this is my, this is my, this is my wish,
that our hearts, our hearts, our hearts all beat as one,
this is my, this is my, this is my, this is my wish,
if only, if only, if only, if only tonight

Shining far and wide,
we will never hide,
all the colors of the rainbow beaming bright,
shining far and wide,
all the colors of the rainbow beaming bright