Nú skal hinsegja: Kynlífsvinna og mansal – Hver er munurinn?


Umræðan á Íslandi um kynlífsvinnu og mansal hefur verið einsleit og oft skaðsöm fyrir fólk innan kynlífs- og klámiðnaðarins. Á þessum viðburði munum við fjalla um muninn á mansali og kynlífsvinnu og gefa fólki innan iðnaðarins tækifæri til að láta rödd sína heyrast á eigin forsendum. Meðal efnis sem við viljum ræða er t.d. sænska leiðin og hvers vegna sú leið er skaðsöm fólki innan iðnaðarins; afglæpavæðing; fordómar; brjóta ýmsar algengar ranghugmyndir og hvernig kynlífsvinna og samstaða með fólki innan iðnaðarins er hinsegin málefni. ATHUGIÐ að þessi viðburður er ekki til þess fallinn að hæla sænsku leiðinni eða til þess að tala um alla kynlífsvinnu sem mansal. Í lok viðburðarins verður farið yfir innsendar spurningar, en ekki verður boðið upp á að taka á móti spurningum beint úr sal. Hins vegar er hægt að senda inn spurningar hér. Skipuleggjendur munu reyna að halda utan um innsendar spurningar á meðan á viðburðinum stendur en best er að senda inn spurningar tímanlega.

Frítt

Staðsetning: