Nú skal hinsegja: Polypallborð


Fjölást (e. polyamory) er að vera í nánu sambandi, eða löngun til að vera í nánu sambandi með fleiri en einum, með vitund og vilja allra aðila. Fjölást hefur verið lýst sem; “Siðferðisleg, samþykkt og ábyrg andstæða einkvænis eða -veris (e. non-monogamy).” Þrátt fyrir að fjölást sé ekki háð kynhneigð samanstendur stór hluti þessa samfélags af hinsegin fólki sem lítur á fjölást sem hluta af uppreisninni gegn gagnkynhneigða regluveldinu. Markmið okkar er að upplýsa samfélagið um að það séu til aðrar tegundir heilbrigðra sambanda en hið hefðbundna lokaða samband á milli tveggja aðila. Við pallborðið okkar mun sitja fólki sem er fjölkært (e. polyamorous), í opnum samböndum og/eða öðrum sambands og fjölskylduformum sem falla utan hefðbundis einkvænis/einveris sem tíðkast í okkar samfélagi. Það sem við eigum öll sameiginlegt er áherslan á að sambönd sem þessi byggja á vitund og vilja allra aðila.

Frítt

Staðsetning: