Opið fyrir styrkumsóknir úr Gleðigöngupotti

Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir um styrki úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans. Tekið er við umsóknum til og með 16. júlí en dómnefnd mun fara yfir allar umsóknir og velja styrkþega fyrir lok júlímánaðar.

Gleðigöngupotturinn varð til við undirritun samstarfssamnings bankans og Hinsegin daga í júní 2017 og er styrkjum úr honum ætlað að styðja einstaklinga og hópa til þátttöku í Gleðigöngu Hinsegin daga.

Dómnefnd Gleðigöngupottsins skipa:

  • Eva María Þórarinsdóttir Lange, formaður Hinsegin daga
  • Gunnlaugur Bragi Björnsson, gjaldkeri Hinsegin daga
  • Setta María, f.h. göngustjórnar Gleðigöngu Hinsegin daga
  • Daníel Arnarson, framkvæmdastjóri Samtakanna ’78
  • Margrét Erla Maack, fjölmiðla- og fjöllistakona