Opnunarhátíð Hinsegin daga


"Með litum regnbogans"

Ættarmót hinsegin fólks mun fara fram í Gamla Bíó þar sem við skyggnumst inn í hinsegin listir, dans, drag og tónlist. Landsþekktir listamenn og skemmtikraftar munu stíga á svið og trylla lýðinn sem aldrei fyrr. Það er því óhætt er að lofa frábærri skemmtun sem hitar vel upp fyrir hátíðahöldin um helgina. Fordrykkur fyrir fyrstu gesti frá kl. 20 í glæsilegum húsakynnum Gamla Bíós en dagskráin hefst svo í hátíðarsal stundvíslega kl. 21:00. Hýrir drykkir á barnum, plötusnúður og skemmtiatriði að að dagskrá lokinni.

Miðaverð er 2.900 kr. standandi og 3.900 kr. sitjandi. Takmarkað miðaframboð! ATH: sæti er á svölum.

Fram koma m.a.:
Bergþór Pálsson
Kristjana Stefánsdóttir
Daníel Arnarsson
Drag-Súgur
Fókus
Guðmundur Helgason
Lay Low
og fleiri óvæntir gestir

Hátíðarræða: Felix Bergsson
Kynnar: Berglind Festival og Viðar Eggertsson