Opnunarhátíð Hinsegin daga 2016


"Stiklað á stóru í tali og tónum"

Opnunarhátíð Hinsegin daga hefur lengi verið eitt stórt hinsegin ættarmót þar sem gamlir vinir hittast og ný vinabönd verða til. Þema Hinsegin daga endurspeglast í dagskrá ættarmóts ársins þar sem litið verður um öxl og sagan skoðuð frá ýmsum hliðum. Landsþekktir listamenn og skemmtikraftar munu stíga á svið og trylla lýðinn sem aldrei fyrr. Það er því óhætt er að lofa frábærri skemmtun sem hitar vel upp fyrir hátíðahöldin um helgina. 

Mekka Wines&Spirits býður gestum upp á Bacardi Mango í fordrykk frá kl. 20:30 í Eyri en dagskráin hefst svo í glæsilegum salarkynnum Silfurbergs stundvíslega kl. 21:00. Hýrir drykkir á barnum og gleðitónar að dagskrá lokinni.

Staðsetning: