Paris 05:59: Théo & Hugo


Kvikmyndasýning

Theo og Hugo eiga saman rafmagnaða stund á kynlífsklúbbi í París en það sem byrjaði sem skyndikynni vindur fljótt upp á sig og verður að einhverju sem gæti fylgt þeim alla ævi. Þessi krassandi mynd vann Teddy-áhorfendaverðlaunin í Berlín 2016 og hefur farið sigurför um heiminn á kvikmyndahátíðum.

Að sýningunni lokinni verða pallborðsumræður þar sem rætt verður um hvaða tabú eru ennþá til staðar í hinsegin kvikmyndum, og um stöðu hinsegin kvikmynda á Íslandi.

Frítt