PRIDE PARTY


Hinsegin dagar kynna með stolti:
PRIDE PARTY 2017

Hið árlega PRIDE PARTY verður á sínum stað og mun skjóta upp allsherjar sælusprengju! Partýið fer fram á 101 Harbor þar sem einhyrningar, dragömmur, rassálfar og allskynja kyntröll beita regnbogatöfrum sínum til að gera kvöldið að ógleymanlegri hátíð ástar, dans og gleði.

Þessu sögufræga húsi á höfninni verður breytt í hýrasta partý sumarsins með dansgólfi (dj), útitjaldi (trúbador) og lounge rými á efri hæðinni.

* DJ-díva MARGRÉT MAACK // aka Hits úr Hits and Tits
* Trúbador Eiríkur Hafdal
* Singer Daníel Arnarsson // Reykjavik Pride Song 2017
* Singer Gabriel Fontana // Swedish Idol Revanschen winner
* Surprises!

Kláraðu hátíðina með stæl!

Forsala miða á vefsíðu Hinsegin daga frá 20. júlí til 6. ágúst og í Kaupfélagið Hinsegin daga frá 7. ágúst til 12. ágúst. Takmarkað miðaframboð! Nánar á heimasíðu Hinsegin daga, hinsegindagar.is.