RegnbogaRaf


Annað árið í röð skýtur RegnbogaRaf upp kollinum, unnendum raftónlistar til mikillar gleði. Að þessu sinni mun enginn annar en Danni BigRoom þeyta skífum og trylla dansþyrstan lýðinn. Allur ágóði af miðasölu rennur beint til Hinsegin daga. Miðar einungis seldir við hurð.