Söguganga


Á hátíð Hinsegin daga er við hæfi til að staldra við staði og  stundir liðinna tíma og minnast mannlífs sem eitt sinn var. Í þetta sinn ganga Baldur Þórhallsson og Þorvaldur Kristinsson með gestum um nokkra valda sögustaði í miðborg Reykjavíkur og segja frá menningu og lífi nokkurra samkynhneigðra Reykvíkinga allt frá lokum 19. aldar til okkar daga. Næturlífi, dómsmálum, ástarævintýrum, skáldskap og tónlist verða gerð skil og rifjaðir upp atburðir í lífi samkynhneigðra kvenna og karla, lífs og liðinna. Markmið göngunnar er að minna á þennan merkilega menningarkima borgarinnar því víst er gamla Reykjavík hýrari en margur
heldur!

Safnast verður saman við andapollinn framan við Ráðhús  Reykjavíkur og lagt af stað stundvíslega kl. 20. Ferðin tekur um klukkustund og í þetta sinn er eingöngu boðið upp á leiðsögn á íslensku.

Frítt

Staðsetning: