Sundís


Eftir viðburðaríka gleðiviku bjóða Hinsegin dagar upp á sundviðburð í samstarfi við Vesturbæjarlaug. Þar er aðeins einn tilgangur – að slaka á, láta þreytuna líða úr brosvöðvunum og fljóta um í regnbogalituðu umhverfi með kaldan frostpinna. Á bakkanum verður plötusnúður sem heldur uppi ljúfri stemmningu og tryggir að þið farið öll dúnmjúk út úr skemmtilegustu viku ársins.