Tímarit Hinsegin daga 2017

Dagskráin, viðtöl, myndir og margt fleira!

Tímarit Hinsegin daga er gefið út fyrir hverja hátíð og inniheldur dagskrá hátíðarinnar en auk þess viðtöl, myndir og margt fleira. Ár hvert fer ritið í dreifingu um það bil mánuði fyrir hátíðina á suður- og suðvesturhorni landins en ritið er auk þess aðgengilegt hér á vefsíðu hátíðarinnar.

Löng hefð hefur skapast fyrir því að í Tímariti Hinsegin daga birtist greinar og viðtöl um hinsegin málefni og menningu. Ritið er þannig eitt af fáum prentuðum málgögnum hinsegin samfélagsins á Íslandi og eitt helsta ritið sem fjallað hefur um hinsegin sögu og menningu hér á landi.

Hinsegin dagar í Reykjavík eru allt í senn baráttuhátíð fyrir réttindum hinsegin fólks (samkynhneigðra, tví- og pankynhneigðra, trans fólks og intersex fólks), gleðihátíð sem fagnar fjölbreytileika mannlífsins, sem og menningarhátíð sem hugar að ýmsum kimum hinsegin menningar – og „hinsegin“ hliðum menningar almennt. Hátíðarrit Hinsegin daga þjónar einmitt þessum tilgangi, auk þess að kynna dagskrá ársins.


Sjá tímarit 2017 á pdf-formi hér. Tímarit fyrri ára má sjá hér.

Hvar get ég nálgast Tímarit Hinsegin daga?

Hátíðarrit Hinsegin daga er prentað í 10.000 eintökum og dreift af sjálfboðaliðum hátíðarinnar.

Á höfuðborgarsvæðinu er m.a. hægt að nálgast blaðið á eftirfarandi stöðum:

  • Sundlaugum
  • Bókasöfnum
  • Tónlistarhúsinu Hörpu
  • Veitingastaðnum Iðnó við Tjörnina
  • Kaffihús og verslanir í miðborg Reykjavíkur
  • Útibú Landsbanka Íslands

Á landsbyggðinni er m.a. hægt að nálgast blaðið í útibúum Landsbanka Íslands.

Um tímarit Hinsegin daga 2017

Útgefandi: Hinsegin dagar í Reykjavík / Reykjavik Pride, Suðurgata 3 – 101 Reykjavík
Útgáfuár: júlí 2017
Ritstjóri: Jón Kjartan Ágústsson
Textar: Jón Kjartan Ágústsson og Bjarndís Helga Tómasdóttir
Prófarkalestur: Ásta Kristín Benediktsdóttir og Bjarndís Helga Tómasdóttir
Auglýsingar: Hvíta húsið, Eva María Þórarinsdóttir Lange og Gunnlaugur Bragi Björnsson
Ljósmyndir: Guðmundur Davíð Terrazas, Grace Duval, Mark Niaskanes, Reynald Alaguiry og Vincent Soyez
Teikningar á götukorti: Guðmundur Davíð Terrazas og Helga Kristjana Bjarnadóttir
Merki Hinsegin daga: Aðalbjörg Þórðardóttir
Hönnun dagskrárrits: Davíð Terrazas
Prentvinnsla: Oddi

Fólkið á bakvið Hinsegin daga: Fjölmargir leggja hönd á plóg til að gera hátíð Hinsegin daga að veruleika á hverju ári. 

Stjórn Hinsegin daga í Reykjavík skipa þau Eva María Þórarinsdóttir Lange formaður, Jón Kjartan Ágústsson varaformaður, Gunnlaugur Bragi Björnsson gjaldkeri, Karen Ósk Magnúsdóttir ritari og Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson meðstjórnandi. Við hlið þeirra starfar samstarfsnefnd að verkefnum ársins og yfir hundrað sjálfboðaliðar sem veita ómetanlega aðstoð meðan á hátíðinni stendur.