Ég vil gerast sjálfboðaliði

Öll vinna við Hinsegin daga er unnin í sjálfboðnu starfi!

Hinsegin dagar í Reykjavík er meðal stærstu hátíða landsins. Hátíðin stendur í sex daga og er sótt af tugþúsundum Íslendinga auk erlendra gesta. Hátíðin hefur stækkað ár frá ári og býður í dag upp á fjölda ólíkra viðburða á sviði menningar, fræðslu og skemmtana.

Sjálfboðavinna spilar stóran þátt í velgengni Hinsegin daga í Reykjavík, en skipulag og framkvæmd hátíðarinnar er að öllu leyti í höndum sjálfboðaliða sem starfa saman undir handleiðslu stjórnar Hinsegin daga. Sem dæmi ná nefna starfshópa um eftifarandi málaflokka, sem allir eru opnir fyrir áhugasömum einstaklingum:

 • Gleðiganga Hinsegin daga
 • Kaupfélag Hinsegin daga
 • Allir helstu viðburðir Hinsegin daga
 • Útgáfa og dreifing dagskrárrits Hinsegin daga

Við hvetjum þig til að fylla út formið hér að neðan hafir þú áhuga á að leggja þitt af mörkum. Ef þig vantar nánari upplýsingar getur þú sent okkur póst á sjalfbodalidar@hinsegindagar.is.

Af hverju sjálfboðastarf?

 • Til þess að stuðla að enn betri og glæsilegri Hinsegin dögum í Reykjavík
 • Til þess að fræðast um hinsegin samfélagið
 • Til þess að öðlast reynslu og hæfni sem nýst getur á öðrum vettvangi
 • Til þess að víkka sjóndeildarhringinn og kynnast nýju fólki
 • Til þess að koma sjálfum sér á framfæri og hugmyndum í framkvæmd
 • Til þess að hljóta leiðsögn frá reynslumeiri aðilum
 • Vegna þess að sjálfboðaliðar eru ástæðan fyrir tilvist Hinsegin daga
 •  Vegna þess að það er skemmtilegt!

 

Ég vil gerast sjálfboðaliði
 •   Gleðiganga Hinsegin daga
    Kaupfélag Hinsegin daga
    Útihátíð á Arnarhóli
    Vörusala í gleðigöngunni
    Aðrir viðburðir Hinsegin daga
    Hvað sem er!
    Annað