Drag er list – Dragsýning

Drag er LIST – Drag sýning á Hinsegin dögum

Sýningin er skipulögð af draglistafólkinu Lola Von Heart, Chardonnay Bublée og Milo de Mix. Drag er ástríða þeirra og vilja þau færa ykkur kvöld fullt af gleði, tilfinningu og undri. Þau munu sýna ykkur, áhorfendum, hversu margslungin og mismunandi drag-sena borgarinnar er og skapa vettvang þar sem drag-listafólk getur látið ljós sitt skína á eigin forsendum, þau munu sýna sitt allra besta drag.

Fram kemur fjölbreyttur hópur draglistafólks: Chardonnay Bublée, Miss Gloria Hole, HANS, Jenny Purr, Lola Von Heart, Maggi Magnum, Milo de Mix, Turner Strait, Úlla La Delish & Yan Nuss Starr. Kynnir kvöldsins er hin stórkostlega fyndna Kat McDougal

Þau lofa gríni, dramatík, glamúr og tilfinningarússíbana af list!

Komið með að fagna dragi, list og stolti!