Drag-Súgur x Reykjavik Pride 2019!

Búist við ógleymanlegu kvöldi þar sem drag-kóngafólk Reykjavíkur fagnar hinseginleikanum, fjölbreytileikanum og öllu því frábæra og fáránlega sem þeim dettur í hug. Komdu í ævintýraför utan veggja kynjatvíhyggju og kynhlutverka yfir í heim glimmers og unaðar og fáðu það staðfest að íslenska dragsenan er sannkölluð heimsklassaskemmtun!

Kynnir kvöldsins er enginn annar en Jonathan Duffy, sem mun leiða okkur í gegnum þetta ævintýralega og stjörnuprýdda kvöld.

  • Sýningin byrjar 21:00
  • Forsöluverð: 2.500 kr.
  • Fullt verð: 3.000 kr.

Mætið snemma á Gaukinn, grípið ykkur ljúffengan mat á Veganæs og náið ykkur í veigar á Happy Hour!

Drag-Súgur hefur sett upp mánaðarlegar sýningar á Gauknum frá 2015, og hefur byggt upp dragsenu Íslands síðustu ár. Sýningarnar á Hinsegin dögum hafa hingað til verið stærstu sýningarnar, og komast ávallt færri að en vilja. Svo ekki missa af þessu litríka tækifæri til að sjá og styðja lókal draglistafólk Reykjavíkur.