Dragbítur

Ertu áhugamanneskja um góðan mat? Nýtur þú þess að finna fyrir ljúfum bubblum leika um tunguna? Hvað með að skola þessu öllu niður með stórkostlegri dragsýningu sem stuðlar að bættri meltingu, innri frið og vellíðan? Dragárbítur (drag brunch) eins og hann gerist bestur!

Drottningarnar Miss Agatha P. og Faye Knús auk góðra gesta annast þjónustu í farþegarými og munu þær bera fram sérstaka hádegisverðarplatta í tilefni dagsins. Við miðakaup er hægt að velja á milli þess hvort plattinn sé vegan eða ekki.

  • Hádegisverðaplattinn samanstendur af tómatsúpu, súrdeigsbrauði frá Brauð og co., beikonsmjöri, spænskri eggjaköku, salati, berjablöndu og bollaköku frá Sautján sortum.
  • Vegan hádegisverðaplattinn samanstendur af tómatsúpu, súrdeigsbrauði frá Brauð og co., reyktu pesto, vegan eggjaköku, salati, berjablöndu og bollaköku frá Sautján sortum.

ATHUGIÐ – takmarkað sætaframboð!