Dragkeppni Íslands 2020

FRESTAÐ – UNNIÐ ER AÐ ÞVÍ AÐ FINNA NÝJA DAGSETNINGU

Dragkeppni Íslands var endurvakin á Hinsegin dögum í fyrra við mikinn fögnuð og þar voru krýnd dragkóngur og dragdrottning Íslands, þau Hans og Gala Noir.

Í ár endurtökum við leikinn en þó með smá tvisti og ræl. Allir keppendur keppa í sama flokki, allir á móti öllum. Þetta verða æsispennandi hungurleikar þar sem stórglæsilegar dragdrottningar, magnaðir dragkóngar og aðrar kynjaverur stíga á stokk og keppa um stærstu dragkórónu Íslandssögunnar. Við ábyrgjumst glimmer, glamúr og frábæra skemmtun. 

Þetta er viðburður sem enginn dragunnandi má láta framhjá sér fara.