Endurminningar Valkyrju

FRESTAÐ / POSTPONED

Dýrðleg og dansandi drag-revía til heiðurs hinni kynngimögnuðu kvenhetju, Brynhildi. Ævintýrum söguhetjunnar verða gerð skil í mögnuðum dansi, stórfenglegum söng og hlálegum hamagangi.

Gestgjafar kvöldsins eru þaulvanar drottningar leiksviðs og næturlífs. Þær tala tæpitungulaust og koma til dyranna eins og þær eru klæddar, prýddar rúbínum og eðalsteinum frá toppi til táar, tilbúnar að gleðja ykkur með sínum guðsgjöfum og vafasama vafstri. 

Stórkostleg partýsýning sem hlaut þrjár tilnefningar til Grímuverðlaunanna 2020. 

Sýningin er á ensku.