Fjaðrafok – Gleðigangan í 20 ár

Heimildarmyndin Fjaðrafok rekur forsögu og 20 ára sögu Gleðigöngunnar. Hrafnhildur Gunnarsdóttir kvikmyndagerðarkona hefur frá upphafi safnað saman myndskeiðum úr göngunum sem aldrei hafa komið fyrir sjónir almennings.

Nú hefur hún og samstarfsfólk hennar, Felix Bergsson, umsjónarmaður myndarinnar, og Halla Kristín Einarsdóttir handritshöfundur, tekið viðtöl við fjölda fólks til viðbótar, sem rifjar upp þátttöku sína í Gleðigöngunni og lýsir hvaða áhrif og þýðingu hún hefur haft á íslenskt samfélag og fyrir hinsegin samfélagið.

Heimildarmyndin er framleidd af Krumma Films í samstarfi við Hinsegin daga og RÚV.

Frítt inn