FjáröflunarBingó Q félags hinsegin stúdenta


🏳️‍🌈 🏳️‍🌈 🏳️‍🌈 🏳️‍🌈

Q félag hinsegin stúdenta býður ykkur á hýrasta BINGÓ-ið í bænum þann 8. ágúst í pridevikunni!

🌈 🙌🏼

Gleðin byrjar kl 8 en við hvetjum fólk til að mæta snemma, kaupa spjöld og happdrættismiða.

Bingóspjaldið verður á 1000kr en þrjú bingóspjöld verða á einungis 2000kr!

💵🎟

Það verður ekki posi á staðnum en hægt verður að borga með Aur og Kass svo það verður ekkert ves!

🏆🏆

Q félagið er algjörlega rekið á styrkjum og sjálfboðavinnu, og því er bingóið afar mikilvægt fyrir starfsemi félagsins. Allur ágóði þessa bingó mun fara í að halda uppi félagsstarfi fyrir hinsegin stúdenta á Íslandi.

🎊 🎉

Öll velkomin í gleðilegan bingóleik, frábærir vinningar í boði og glæsileg skemmtiatriði.

🎊 🎉