Gilbert & Georg: The Great Exhibition – opnun

Sýningin – The Great Exhibition – veitir yfirgripsmikla sýn yfir feril Gilberts og Georges sem hafa starfað saman sem einn listamaður í meira en hálfa öld. Þeir hafa haft mótandi áhrif á myndlist samtímans og eru þekktir fyrir að ryðja braut gjörningalistar. Þeir hafa ögrað ríkjandi borgaralegum hugmyndum um smekk og velsæmi og ekki síst stuðlað að breyttum viðhorfum til samkynhneigðra og annarra minnihlutahópa.

Frítt inn