Öryggisreglur og skilmálar

Ábyrgðaraðilar þurfa að hafa eftirfarandi atriði á hreinu og sjá til að þau berist til allra þátttakenda í þeirra atriði.

Gönguleið

Frá upphafi Gleðigöngunnar hafa einstaklingar og hópar skipulagt eigin atriði en munu nú einnig skipuleggja eigin gönguleið með smitgát í fyrirrúmi. Gleðigangan fer fram víðsvegar um höfuðborgarsvæðið og land allt. Við biðjum þátttakendur um að tilkynna okkur nákvæma staðsetningu ef ske kynni að áhorfendahópar myndist eða ef eitthvað skyldi koma upp á. Með það í huga, biðjum við ykkur vinsamlegast um að auglýsa ekki gönguleiðina ykkar á samfélagsmiðlum.

Gleðigöngurnar, í öllum sínum fjölbreytileika,  leggja af stað kl. 14 laugardaginn 7. ágúst.

Hægt verður að fylgjast með framgangi gleðiganga á hinum ýmsu miðlum, en þátttakendur verða hvattir sem aldrei fyrr til að deila reynslu sinni á samfélagsmiðlum. Þau myllumerki sem við verðum með í gangi eru #stoltskref, #reykjavikpride, #hinsegindagar, #pride2020 og #takeaproudwalk.

Öryggisreglur og skilmálar

  1. Þátttakendum ber að fara eftir reglum Hinsegin daga í Reykjavík, sem og reglum almannavarna. Skráðir ábyrgðaraðilar bera ábyrgð á að reglum sé framfylgt og að allir þátttakendur séu upplýstir um þær. 

Auglýsingar, kynningarefni og gjafir

  1. Það er algerlega óheimilt að auglýsa fyrirtæki eða þjónustu í göngunni án samráðs við göngu- og öryggisstjórn. Athugið að auglýsingar á fötum teljast líka auglýsingar. 
  2. Þátttakendur mega ekki nota annað en umhverfisvænt konfetti (úr kreppappír, ekki glanspappír). 

Almennar öryggisreglur

  1. Í neyðartilfellum skal strax hafa samband við 112.
  2. Rétt er að allir séu vakandi fyrir vandamálum sem hugsanlega geta komið upp s.s. mótmælum og skemmdarverkum. Verði menn varir við slíkt skal hafa beint samband við lögreglu í síma 112 og síðan við öryggis- eða göngustjóra.
  3. Ölvun og neysla áfengis og annarra vímuefna er stranglega bönnuð. 
  4. Hinsegin dagar gera þá kröfu að þátttakendur sýni öllum virðingu, þar með talið menningu og sögu hinna ýmsu hópa. Búningar mega ekki lýsa fordómum gagnvart kynþáttum og menningu annarra. Dæmi um búning sem Hinsegin dagar telja óviðeigandi og vilja ekki sjá í gleðigöngunni er „blackface“, þ.e. að koma fram sem manneskja af öðrum kynþætti en þátttakandinn er sjálfur. Þetta á einnig við um aðra kynþætti og menningarheima s.s. að klæða sig upp sem indjáni eða Kínverji. Af hverju er þess háttar búningur óviðeigandi? Um það má lesa á eftirfarandi síðu: Why is Blackface racially socially and politically incorrect?
  5. Síðast en ekki síst beina Hinsegin dagar þeim tilmælum til þátttakenda og ábyrgðarmanna atriða að standa vörð um gleðigönguna og hleypa ekki utanaðkomandi og óviðeigandi aðilum inn í atriðin sín.

Sjá einnig upplýsingar til þátttakenda hér.