Styrkir og verðlaun

Göngustyrkir

Hinsegin dagar vilja eftir fremsta megni styrkja atriði sem taka þátt í gleðigöngunni og veita minni háttar styrki til gönguatriða ef hagnaður er af hátíðinni. Styrkjunum er úthlutað eftir hverja hátíð til þeirra hópa sem hafa sent inn umsókn um styrk á tilsettum tíma og skilað kvittunum fyrir kostnaðarliðum.

Styrkumsókn skal senda til Hinsegin daga fyrir 31. ágúst 2016:​

Hinsegin dagar í Reykjavík
b.t. fjármálastjóra
Suðurgötu 3
101 Reykjavík

Athugið að ekki er veittur styrkur til að kosta leigu á farartækjum eða eldsneyti. Gæði, framkoma og boðskapur atriðanna skipta máli þegar styrkjum er úthlutað.

Hinsegin dagar áskilja sér rétt til að hafna styrkbeiðnum eða bjóða lægri styrk en óskað er eftir. Ef kvittanir berast ekki þegar kallað er eftir þeim verður styrkumsóknin ekki tekin til greina. Hinsegin dagar áskila sér enn fremur rétt til að hafna öllum beiðnum um styrki í samræmi við fjárhag hátíðarinnar. Nánari upplýsingar vetir fjármálastjóri Hinsegin daga í Reykjavík.

Hvatningarverðlaun

Hinsegin dagar veita ár hvert sérstök Hvatningarverðlaun. Hugmyndin að baki þeim er að heiðra sérstaklega þá hópa sem auðga málstað hinsegin fólks og gefa hátíðinni okkar líf og lit. Í lok gleðigöngunnar velur dómnefnd atriði sem fær Hvatningarverðlaun Hinsegin daga en við valið er til dæmis tekið til greina hvernig atriðið varpar ljósi á sögu hinsegin fólks, mannréttindi og menningu. Einnig skiptir framsetning, framkoma og heildarútlit atriðis máli.