Umsóknir / Skráning

Taktu þátt í litríkasta viðburði ársins

Skráning og þátttaka

Öllum er velkomið að taka þátt í Gleðigöngunni en nauðsynlegt er að skrá atriði með því að fylla út neðangreinda umsókn og senda fyrir 3. ágúst. Einstaklingar og hópar geta skipulagt atriði og sótt um þátttöku í göngunni en skilyrði er að öll atriði miðli skýrum skilaboðum sem varða veruleika hinsegin fólks á einn eða annan hátt.

Athugið að óheimilt er að auglýsa fyrirtæki eða þjónustu í göngunni án leyfis frá stjórn Hinsegin daga. Brot á þessum reglum getur leitt til brottvísunar úr gleðigöngu Hinsegin daga.

Nánari upplýsingar veita göngustjórarnir Lilja Ósk, Anna, Steina, Þórhallur og Eva Jóa öryggisstjóri.

Mikilvægt er að kynna sér öryggisreglur göngunnar hér.

Sækja um þátttöku

Lokað er fyrir skráningu í gleðigönguna. Næst opnar skráning í júlí 2019.