Hinsegin án landmæra: Róttækur fundur

Óformlegur róttækur fundur áætlaður til að ræða um óréttlæti og ofbeldi gegn hinsegin fólki á Íslandi og sérstaklega um mismundandi leiðir sem gætu verið notaðar til að vekja athygli. T.d. líkamlegt ofbeldi gegn intersex börnum, að hormónar eru ekki fjárhagslega aðgengilegir fyrir alla og brottvísanir hinsegin umsækjenda um alþjóðlega vernd.

Upplýsingar um aðgengi í Andrými:

Andrými er því miður ekki aðgengilegt fyrir hjólastóla í augnablikinu en ef þú ætlar að koma en húsið er óaðgengilegt fyrir þig, skrifaðu okkur á blue1211(hjá)riseup.net og við finnum annan stað fyrir fundinn.

Það er eitt þrep við hliðið að garðinum og svo fimm þrep sem leiða upp að aðalinngangi. Hvert þrep er 17sm hátt. Breidd dyra í húsinu er á milli 50sm (dyr að baðherberginu á efri hæð) og 80sm (aðaldyrnar). Dyrnar að fundarherberginu eru 75sm á breidd eins og flestar aðrar dyr í húsinu. Baðherbergin eru einungis á efri hæð og í kjallara eins og er. Fundurinn á sér stað á jarðhæð.

Bæði baðherbergin eru kynlaus. Nafna- og fornafnaskilti verða til staðar. Fundurinn er á ensku nema ef öll geta og vilja tala íslensku.